Dagur íslenskrar náttúru

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru þann 16. september fóru nemendur skólans í vettvangsferðir og fræddust um náttúruna.

Nemendur í 2. bekk fóru með strætó í bæinn og löbbuðu í Lystigarðinn þar sem þau fóru í ratleik. Krakkarnir í 3. bekk fóru í Kjarnaskóg í umhverfisbingó ásamt því að safna birkifræjum. 5. bekkur heimsótti gömlu gróðrastöðina og 9. bekkur heimsótti Gámaþjónustana og labbaði Lögmannshlíðarhringinn. 

Hér er að finna skemmtilegar myndir frá ferðum þessara hópa.