Dagur stærðfræðinnar

Dagur stærðfræðinnar var 7. febrúar sl. Í Síðuskóla var uppbrot í tímum í tilefni dagsins. 1. bekkur tók virkan þátt í deginum en þar voru settar upp fjórar stöðvar. Stöð 1 var peningastöð þar sem nemendur "keyptu" vöru sem búið var að verðleggja og þurftu að finna réttu upphæð og afhenda kennara. Ef keyptar voru tvær vörur máttu nemendur nota reiknivél. Á stöð 2 var litamynstur, á stöð 3 voru tangram og numbers í Numicon og á 4. stöðinni var stærfræðiþrautabraut. Í brautinni var búið að setja stærfræðiþraut sem þau þurftu að leysa til að komast áfram og einnig var þraut þegar komið var í mark sem þurfti að leysa til að mega fara annan hring. Hér má sjá myndir frá deginum.

 

Dagur stærðfræðinnar var 7. febrúar sl. Í Síðuskóla var uppbrot í tímum í tilefni dagsins. 1. bekkur tók virkan þátt í deginum en þar voru settar upp fjórar stöðvar. Stöð 1 var peningastöð þar sem nemendur "keyptu" vöru sem búið var að verðleggja og þurftu að finna réttu upphæð og afhenda kennara. Ef keyptar voru tvær vörur máttu nemendur nota reiknivél. Á stöð 2 var litamynstur, á stöð 3 voru tangram og numbers í Numicon og á 4. stöðinni var stærfræðiþrautabraut. Í brautinni var búið að setja stærfræðiþraut sem þau þurftu að leysa til að komast áfram og einnig var þraut þegar komið var í mark sem þurfti að leysa til að mega fara annan hring. Hér má sjá myndir frá deginum.