Geðlestin í heimsókn í Síðuskóla

Í gær kom Geðlestin í heimsókn til okkar í Síðuskóla og var með fræðslu fyrir nemendur í 8. - 10. bekk. 

Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum í mótvind og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og er styrkt af félags- og heilbrigðisráðuneytunum.

Í lokin tók svo Emmsjé Gauti nokkur lög og stemmingin heldur betur góð. 

Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

Heimasíða Geðlestarinnar.