Gönguferð á Glerárdal

Á fimmtudaginn fóru nemendur og starfsfólk skólans í gönguferð. Farið var með rútum upp á Súlubílastæði og þaðan var genginn hringur um Glerárdal, svonefndur stífluhringur. Nemendur í 1. -5. bekk voru sóttir að skotsvæði en eldri nemendur gengu alla leið í Síðuskóla.

Þessi dagur var upphaf umhverfisviku þar sem unnið er með loftslagsmál og einnig upphaf átaksins Göngum í skólann. Gönguferðin gekk vel og lék veðrið við okkur. Frábær dagur í alla staði þar sem nemendur sýndu dugnað og seiglu.

Hér má sjá myndir úr ferðinni.