Í framhaldi af plokkunardegi

Umhverfisnefnd Síðuskóla, sem samanstendur af fulltrúum nemenda auk kennara, fundaði í morgun m.a. til að fara yfir hvernig plokkdagurinn í síðustu viku gekk. Búið var að safna öllu úrgangnum saman og var hann vigtaður í morgun í lok fundar. Í heildina týndu nemendur og starfsfólk skólans 103,1 kg. í kringum skólann og í næsta umhverfi, vel gert!
Gaman er frá því að segja að úrgangurinn virðist minnka ár frá ári því þegar byrjaði var að vigta 2018 var heildarþyngdin rúm 118 kg. og má því segja að umgengnin verði betri ár frá ári.