Lestrarátak í 3. bekk

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir lestrarátak í 3. bekk, sem lauk í síðustu viku. Nemendur hafa keppst við að lesa sem flestar Herramanna- og Ungfrúa- bækur. Fyrir dugnaðinn fengu þau viðurkenningarskjöl og á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá nokkrar stoltar stelpur með viðurkenningarnar sínar.