Náttúrufræðingur Síðuskóla 2021

Í morgun komu allir nemendur saman á sal skólans. Umhverfisnefnd og nemendaráð skólans kynntu sig, nokkur lög voru sungin og einnig voru veittar viðurkenningar fyrir keppnina Náttúrufræðingur Síðuskóla. Viðurkenningu fyrir góðan árangur fengu Una Lind í 4. bekk, Arnór Elí i 5. bekk, Gunnar Brimir í 8. bekk og Sigrún Freygerður í 10. bekk. Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2021 er Máni Þorsteinsson í 9. bekk. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn. Myndin sem fylgir fréttinni er af Mána, náttúrufræðingi skólans.

Fleiri myndir má sjá hér.