Skólaár hefst að nýju

Kæru foreldrar og forráðamenn. Við óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum samstarfið á nýliðnu ári. Á morgun, 5. janúar, munum við hefja skólastarf að nýju. Nemendur mæta í skólann skv. stundaskrá og ganga inn um sína hefðbundnu innganga. Nánari upplýsingar um upphaf skólastarfs barst foreldrum í pósti í dag frá skólastjóra.