Skólablað Síðuskóla er komið út

Í vetur hafa nemendur í 5.-7. bekk verið með tvöfaldan valtíma einu sinni í viku. Hver lota hefur staðið í 3-4 vikur og hefur verið leitast við að bjóða alltaf upp á eitthvað nýtt. Í fyrstu lotu eftir áramót var boðið upp á að taka þátt í að gera skólablað undir handleiðslu Jóhönnu Ásmundsdóttur. Sautján nemendur úr 5. og 6. bekk völdu að vera með í því og nú er komið út fyrsta tölublað í netútgáfu. Vonandi verður þetta fastur liður hjá okkur að gefa út skólablað. 

Blaðið er virkilega skemmtilegt og var gaman að fylgjast með hve nemendur voru áhugasamir.

Njótið lestursins! 

Skólablað Síðuskóla