Skólasetning Síðuskóla 2019

Skólinn verður settur fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendur í 2. - 5. bekk mæta klukkan 9:00 á sal skólans en nemendur í 6. - 10. bekk klukkan 10:00. Skólastjóri setur skólann en síðan fylgja nemendur umsjónarkennara í sínar heimastofur. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar eru boðaðir í viðtal til umsjónarkennara 21. og 22. ágúst.