Skólaslit Síðuskóla 2021

Vegna fjöldatakmarkana sem enn eru í gildi mæta nemendur í 1.-9. bekk einir á skólaslit.

Árgangar mæta í heimastofur, farið saman í sal. Skólastjórinn kveður fyrir hönd skólans á sal, síðan fara nemendur í sínar heimastofur þar sem hópurinn er kvaddur.

  • Klukkan 9:00 1.-3. bekkur
  • Klukkan 9:30 4.-6. bekkur
  • Klukkan 10:00 7.-9. bekkur

 

Útskrift 10. bekkjar kl. 14:30

Nemendur í 10. bekk mega taka með sér tvo gesti á útskriftina sem fram fer í Glerárkirkju. Þangað mætir starfsfólk skólans og síðan verður kaffi á eftir í skólanum.