Stuðningssíða fyrir nám í 5.-10. bekk

Góðan daginn.
Eins og fram hefur komið síðustu daga eru sérstakar aðstæður uppi í samfélaginu. Það á einnig við um okkur hér í skólanum og eins og staðan er núna vinnur unglingastigið heima í óákveðinn tíma. Nemendur í 5.-7. bekk mæta í skólann annan hvern dag en vinna heima hina dagana. Við höfum því sett upp stuðningssíðu til að auðvelda nemendum og foreldrum aðgengi að námsefni og upplýsingum. Á henni er hægt að finna upplýsingar um námið ásamt þeim verkefnum sem kennarar leggja til. Þó við séum ekki með hefðbundinn skóladag eiga allir að hafa aðgengi að efni. Síðasta vika gekk mjög vel og fundum við vel að allir ætla að vinna saman að því verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Það er því mikilvægt að vera í góðu sambandi við skólann og kennarana til að hafa sem bestar upplýsingar um nám nemanda meðan á þessu fyrirkomulagi stendur. Ef nemendur hafa ekki aðgang að tölvu þá er hægt að fá lánaða chromebook tölvu hjá okkur. Á stuðningssíðunni er hægt að sækja um að fá lánaða tölvu.

Hér er að finna hlekk á vefsíðuna, einnig er búið að setja flýtihnapp hér fyrir ofan á heimasíðunni.
https://sites.google.com/siduskoli.is/fjarnam/heim

Bestu kveðjur,
stjórnendur Síðuskóla