Úrslit í 100 miða leiknum

Sl. tvær vikur hefur 100 miða leikurinn verið í gangi hjá okkur í skólanum. Þessi leikur gengur út á það að á hverjum degi í 10 daga fá einhverjir 10 nemendur sérstaka hrósmiða fyrir góða hegðun. Einhverjir tveir starfsmenn fá fimm miða hvor á degi hverjum til að úthluta. Miðarnir eru settir á sérstaka töflu á ganginum og nöfn nemendanna skráð í bók. Nemendur draga miða með númeri sem ræður því hvar miðinn þeirra lendir á töflunni. Í lokin eru tíu nemendur dregnir út af þessum 100 og fá þeir verðlaun hjá skólastjóra sem enginn veit um hver eru nema hann. Í ár var röðin 8 lóðrétt valin og í henni voru: Kristín Sigríður 8. bekk, Daníel Hrafn 9. bekk, Sigríður Rist 1. bekk, Hilmir Þór 5. bekk, Atlas Ágúst 1. bekk, Þorleifur Kári 5. bekk, Andri Rúnar 8. bekk, Telma Dögg 2. bekk, Elmar Bjarni 7. bekk og Ívan Breki 5. bekk. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá mynd af verðlaunahöfunum í morgun. Við óskum þessum 10 nemendum innilega til hamingju. Á morgun verða svo verðlaunin veitt, en þau eru ferð á mótorhjólasafnið og hádegismatur á Lemon.