Úrslit í hrekkjavökulestri

Þann 1.-19. nóvember var hrekkjavökulestrarátak hér í skólanum. Nemendur töldu mínútur sem þeir lásu í viku hverri, bæði í skólanum og heima.

Úrslit í hrekkjavökulestrarkeppninni voru kynnt síðastliðinn föstudag. Á yngsta stigi var það 1. bekkur sem vann, á miðstigi var það 5. bekkur og á unglingastigi var það 9. bekkur. Þessir árgangar fengu ísveislu í verðlaun.