Vel heppnuð rýmingaræfing

Í morgun var haldin vel heppnuð rýmingaræfing í skólanum. Skólinn var rýmdur á þremur mínútum. Æfingar sem þessar eru nauðsynlegar til að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks en einnig að tryggja fumlaus viðbrögð komi upp aðstæður sem krefjast rýmingar. Slökkvilið Akureyrar kom á staðinn og leyfði nemendum að skoða bílana að æfingu lokinni. Samstarf við slökkviliðið hefur verið einstaklega gott og eru þau alltaf klár í að æfa með okkur. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá þegar slökkviliðskonurnar sem komu til að taka þátt í æfingunni útskýrðu tækjabúnað bílsins fyrir áhugasömum nemendum.