Verðandi 1. bekkur í heimsókn

Það var kátt á hjalla í gær þegar verðandi 1. bekkingar komu í heimsókn í Síðuskóla í fylgd foreldra/forráðamanna. Á meðan foreldrarnir fengu fræðslu um skólann fóru nemendur í sínar stofur í fylgd kennara. Áhuginn skein af þessum flotta hópi verðandi nemenda skólans og erum við full tilhlökkunar að fá þennan flotta hóp til okkar í haust.

Hér má sjá myndir frá gærdeginum.