Verðlaun í teiknisamkeppni MS

Fyrir skömmu tók 4. bekkur skólans þátt í árlegri teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar. Alls bárust 1300 myndir í keppnina frá 51 skóla víðsvegar um landið. Tíu myndir voru valdar til verðlauna og gaman að segja frá því að ein þessara mynda kom úr Síðuskóla. Það var Einar Máni Þrastarson sem átti eina af verðlaunamyndunum. Við óskum Einar innilega til hamingju með árangurinn, en í verðlaun fékk bekkurinn peningaupphæð sem notuð var í pizzuveislu sem efnt var til í gær. Hér má sjá myndir frá veislunni og á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá Einar Mána með viðurkenningarskjal frá Mjólkursamsölunni. Verðlaunamyndina má svo sjá hér.