Viðurkenningar fræðsluráðs

Í gær voru veittar viðurkenningar fræðsluráðs en skv. skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Að þessu sinni fengu tveir starfsmenn og þrír nemendur Síðuskóla viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi sínu og störfum. Starfsmennirnir eru þau Einar Magnús Einarsson tölvuumsjónarmaður og Torfhildur Stefánsdóttir og nemendurnir þau Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir, Kári Hrafn Víkingsson og Ísabella Sól Hauksdóttir. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með viðurkenningarnar, en myndin sem fylgir fréttinni var tekin í gær af verðlaunahöfunum að lokinni athöfn.