Vinningshafi í eldvarnargetraun.

Fyrir helgina fengu krakkarnir í 3. bekk góða heimsókn en Maron frá slökkviliðinu kom til okkar. Hún Alexandra Guðný í 3. bekk var dregin út í árlegri eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna. Hún var að vonum glöð með vinninginn og óskum við henni kærlega til hamingju. Hér er að finna myndir.