Hrósmiðahátíð

Í morgun var 20.000 miða hátíðin hjá okkur í skólanum. Hún er haldin þegar nemendur hafa safnið þessum fjölda hrósmiða og þá er haldin hátíð þar sem allir nemendur skólans njóta góðs árangurs. Í ár komu Eurovision drottningarnar Maja Eir og  Jónína Björt ásamt gítarleikaranum Halla og fluttu nokkur þekkt lög úr Eurovision söngvakeppninni. Þetta tókst vel og var mikil gleði hjá nemendum og var endað á að dansa. Hér má sjá myndir frá hátíðinni.