Bleikur dagur í Síðuskóla

Í dag fögnuðu nemendur og starfsmenn bleika deginum með því að klæðast bleiku. 

Bleiki dagurinn er hluti af Bleikum október sem er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að vera bleik - fyrir okkur öll. Bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu.

Myndir frá deginum