Dagur íslenskrar tungu

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenkrar tungu en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Hér í skólanum er ýmislegt gert í tilefni þessa dags. Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, Upphátt, var sett í 7. bekk og nú tekur við tímabil æfinga í upplestri og framsögn hjá þeim. Litla upplestarkeppnin í 4. bekk var einnig sett í dag og í framhaldinu verður unnið markvisst að þjálfun í lestri. 

Á unglingastigi var Kappmálskeppni en í henni er öllum nemendum unglingadeildar skipt í 4-5 manna lið. Keppnin er í sex hlutum:

  • Stafur vikunnar - nemendur finna eins mörg orð og þeir geta sem byrja á ákveðnum staf
  • Stafapressa - nemendur beygja orð og setningar eftir ákveðnum fyrirmælum
  • Villingur - liðið fær fjóra texta þar sem strika á undir allar villur
  • Miðjumoð - nemendur fá nokkra stafi úr ákveðnu orði og finna orðið
  • Rétt skrifað orð - nemendur merkja við hvað orð eru rétt stafsett
  • Ruglingur - nemendur raða málsgreinum þar sem búið er að rugla stöfum og orðaröð og raða í rétta röð

Þetta var skemmtileg tilbreyting þar sem unnið var með íslenska tungu á fjölbreyttan hátt. 

Hér má sjá myndir frá því í morgun.