Gengið frá Árskógssandi yfir á Hauganes

Síðastliðinn miðvikudag gengu nemendur og starfsfólk skólans frá Árskógssandi yfir á Hauganes. Farið var með rútum frá skólanum út á Árskógssand og þaðan gengið í blíðskaparveðri yfir á Hauganes. Þessi dagur tókst í alla staði frábærlega. Hér má sjá myndir úr ferðinni.