Góðgerðahlaup UNICEF

Í næstu viku verður góðgerðarhlaup Síðuskóla, það er hluti af grunnskólaverkefni UNICEF á Íslandi sem kallast UNICEF-hreyfingin. Hlaupið verður föstudaginn 24. maí og er það fræðslu- og fjáröflunarverkefni þar sem íslenskum börnum gefst tækifæri á að fræðast um aðstæður jafnaldra sinna víða um heim og með hollri hreyfingu safna fé fyrir starfi í þágu barna í fátækari ríkjum heims. Í ár fá nemendur fræðslu um loftslagsmál og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir.
Heitið er á frammistöðu þátttakenda í hlaupinu sem þýðir að styrktaraðilar heita upphæð að eigin vali á hverja vegalengd sem börnin reyna að hlaupa/ganga eins oft og þau geta og vilja innan ákveðins tímaramma. Það sem styrktaraðilar þurfa að gera er að fylla út áheitaupphæð í rétta reiti á áheitablaðinu sem nemandinn kemur með heim. Eftir viðburðadaginn sýnir barnið þeim sem hétu á það heimspassann sinn. Upphæð styrktaraðila er reiknuð út frá áheitum og fjölda límmiða í heimspassanum. Stofnuð hefur verið söfnunarsíða þar sem gengið er frá greiðslu áheita.
Hér er slóðin á hana: https://sofnun.unicef.is/social/share?object=8ee4f093-46c3-48e1-a203-035d5fca9db0&lang=is_IS&redirectUrl=https://sofnun.unicef.is/participant/siduskoli-godgerdarhlaup-24-mai-2024
Öllum nemendum er að sjálfsögðu frjálst að taka þátt í UNICEF hlaupinu og það er ekki nauðsynlegt að finna styrktaraðila til að taka þátt. Með þátttökunni einni er verið að styrkja börn um allan heim því góður hugur og samkennd er mikil gjöf.
Hægt er að fræðast um verkefnið á slóðinni http://www.unicef.is/unicef-hreyfingin