Jólaföndurdagur

Í dag var jólaföndurdagur í Síðuskóla. Allt hefðbundið starf er þá lagt til hliðar og við mætum í einhverju jólalegu í skólann og föndrum saman. Allir fengu heitt kakó og að leika sér í íþróttasalnum. Ýmislegt fallegt var föndrað sem ratar vonandi heim eða jafnvel í jólapakkann :) Hér eru myndir frá deginum sem sýnir vel hvað uppbrotið var kærkomið og skemmtilegt.