Líf og fjör á nýju skólalóðinni

Nú styttist í að skólalóðin okkar verði tilbúin en í gær var aparólan og klifrugrindin við hliðina á væntanlegum körfuboltavellinum tekin í notkun við mikinn fögnuð nemenda. Búist er við að gamli kastalinn verði lagaður og málaður og hann, ásamt körfuboltavellinum, verði tekinn í notkun áður en langt um líður. Þessar myndir voru teknar í morgun þegar nemendur á unglingastigi voru að mála nýjar merkingar út á skólalóð og skreytingar. Hér má sjá myndir