Litla upplestrarhátíðin í 4. bekk

Í dag var Litla upplestrarhátíðin haldin hátíðleg hér í Síðuskóla. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur að vori. Þátttakendur eru nemendur í 4. bekk. Nemendur hafa æft undir handleiðslu kennara sinna og fluttu margs konar texta ýmist einstaklingslega eða í hóplestri. Það er  stórt skref fyrir nemendur að standa fyrir framan hóp af fólki og lesa upp. Nemendur stóðu sig allir vel og erum við stolt af frammistöðu þeirra. 

Hér má sjá myndir frá hátíðinni.