Nemendur í 4. bekk unnu til verðlauna í teiknisamkeppni MS

Fyrir skömmu tók 4. bekkur skólans þátt í árlegri teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar. Alls bárust 1200 myndir í keppnina frá 60 skólum um land allt.  Að lokum vor tíu verðlaunamyndir valdar úr þessum mikla fjölda og var ein þeirra frá Síðuskóla. Það voru þær Edda Bjarney Víkingsdóttir, Aþena Vigdís Sigurðardóttir og Ragnheiður Lilja Steinarsdóttir sem teiknuðu myndina. Þær fengu allar  viðurkenningarskjal  en auk þess fékk myndin peningaverðlaun sem fara í bekkjarsjóð. Við óskum stelpunum innilega til hamingju með árangurinn. Á myndunum sem fylgja má sjá mynd af verðlaunahöfunum og verðlaunamyndinni.