Nemendur í 9. bekk stofna fyrirtæki

Nemendur í  9. bekk fengu það verkefni í smiðjum að stofna eigið eigið fyrirtæki og áttu meðal annars að huga að vörum, markhóp og markaðssetningu (slagorð, auglýsingar o.s.frv.). Neó, Sara Sif, Máni og Íris Embla stofnuðu pítsastað. Þau settu upp flotta heimasíðu og bjuggu einnig til Facebook og Instagram aðgang til að auglýsa fyrirtækið sitt enn betur. Meðfylgjandi er hlekkur á heimasíðuna La Crosta (skorpa á ítölsku). Hér er að finna heimasíðu fyrirtækisins