Samvera á sal með leikskólunum í hverfinu

Eitt af þeim skemmtilegu verkefnum sem við vinnum að skólanum er samstarfið við leikskólana í hverfinu, Hulduheima Sel og Krógaból. Samstarfið hefur verið í nokkuð föstum skorðum undanfarin ár, en á samstarfsfundi í haust kviknaði sú hugmynd að hafa sameiginlega samverustund á sal Síðuskóla þar sem leikskólarnir kæmu og hittu 1. bekk. Sú stund var í morgun og var mjög vel heppnuð, 1. bekkur sýndi leikrit, nokkrir nemendur lásu úr frumsömdum bókum og í lokin sungu allir saman við undirleik Systu. Allir voru sammála um að endurtaka þetta fljótlega aftur. Hér má sjá myndir sem voru teknar í morgun. Takk fyrir komuna Hulduheimar Sel og Krógaból!