Símalausir dagar í Síðuskóla fram að páskum

Við í Síðuskóla höfum ákveðið að endurtaka leikinn með símalausu dagana. Þetta gekk ljómandi vel hjá okkur síðast og fannst flestum nemendum þetta góð tilbreyting. Frá og með morgundeginum 22. mars og fram að páskaleyfi sem hefst þann 1. apríl verða því símalausir dagar. Þessa daga eiga nemendur að mæta án síma í skólann en ef þeir þurfa af einhverjum ástæðum að taka hann með í skólann láta foreldrar umsjónarkennara vita svo hægt sé að setja hann í læsta geymslu meðan á skóla stendur. Ef nemendur fylgja ekki þessu fyrirkomulagi afhenda þeir starfsmanni símann sem geymir hann í læstri hirslu þar til skóla lýkur. Þessi hugmynd var rædd í skólaráði skólans og hún samþykkt þar. Það er von okkar að símalausir dagar fái sama góða hljómgrunninn eins og síðast og við njótum samveru og samskipta án símanna.