Skemmtileg heimsókn í 3. bekk frá slökkviliðinu.

Í gær fékk 3. bekkur skólans góða heimsókn er fulltrúar frá slökkviliði Akureyrar komu og veittu nemanda í bekknum verðlaun vegna 112 dagsins. 112 dagurinn er haldinn 11. febrúar á hverju ári þar sem lögð er áhersla á kenna neyðarnúmerið og minna á mikilvægi kunnáttu í skyndihjálp. Fulltrúar frá slökkviliðinu komu í heimsókn fyrr í mánuðinum og lögðu fyrir getraun í 3. bekk eins og gert er í þessum árgangi á öllu landinu og síðan er dregið úr réttum svörum. Nemandinn sem svaraði öllu rétt og dreginn var út er Tinna Ósk Pálsdóttir og óskum við henni til hamingju! Á myndinn með fréttinni má sjá þegar fulltrúar frá slökkviliðinu komu og afhentu Tinnu viðurkenningarskjal en hún fékk að auki inneign á Storytel hljóðbókasafnið.