Skrímsli í heimsókn

Í morgun fengum við í skólanum góða heimsókn frá Leikfélagi Akureyrar. Leikfélagið er þessa dagana að sýna Leikritið Litla skrímslið og stóra skrímslið, byggt á bók sem margir nemendur þekkja og komu skrímslin í heimsókn á sal í morgun. Þau spjölluðu við nemendur í 1. – 4. bekk, sungu eitt lag og dönsuðu. Þetta var mjög skemmtileg heimsókn sem nemendur höfðu gaman af eins og sjá má á þessum myndum.