Söngsalur og góðgerðarhlaup UNICEF fór fram í Síðuskóla í dag.

Það var mikið um að vera hjá okkur í skólanum í morgun. Fyrst komu allir nemendur saman á söngsal þar sem sungin voru nokkur lög. Í vetur hefur Heimir Ingimars verið með tónmennt hjá 1.-4. bekk þar sem áhersla er lögð á söng, sjáum við góðan árangur af þessari kennslu þegar komið er saman á söngsal. Að loknum söngsal fóru allir nemendur út og tóku þátt í góðgerðarhlaupi UNICEF. Stofnuð hefur verið söfnunarsíða þar sem gengið er frá greiðslu áheita.
Hér er slóðin á hana: https://sofnun.unicef.is/social/share?object=8ee4f093-46c3-48e1-a203-

Hér má skoða myndir frá því í morgun.