Stór stund þegar verðandi 1. bekkur kom í heimsókn

Það var stór stund hjá okkur í gær þegar verðandi 1. bekkingar komu í heimsókn í fylgd foreldra/forráðamanna, en 34 nemendur munu hefja skólagöngu í Síðuskóla í haust. Krakkarnir fóru í stofur með verðandi umsjónarkennurum og þroskaþjálfa, þeim Grétu, Siggu og Systu. Á meðan fengu foreldrarnir fræðslu um skólann. Það var virkilega gaman að fá hópinn til okkar og ekki annað að sjá en að allir væru tilbúnir að hefja skólagöngu í ágúst. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.