Úrslit í 100 miða leiknum

Undanfarnar tvær vikur hefur 100 miða leikurinn verið í gangi í skólanum. Leikurinn virkar þannig að á hverjum degi fá 5 starfsmenn úthlutuðum alls 10 hrósmiðum sem þeir láta nemendur fá sem sýnt hafa góða hegðun þann daginn. Eftir skráningu hjá ritara, þar sem nemendur draga númer, eru miðarnir hengdir á töflu á ganginum yfir það númer sem dregið hafði verið. Í lokin eru 10 nemendur dregnir út og fá verðlaun hjá skólastjórnendum sem tilkynnt er á úrslitunum hver eru. Í ár var röðin 61-70 valin og í henni voru eftirfarandi nemendur: Natalía Ösp í 6. bekk, Kristín Lilly í 2. bekk, Annabel í 8. bekk, Birna Dís í 4. bekk, Anton Már og Jón Orri í 5. bekk, Dagbjört Lilja í 9. bekk, Lilja Sól í 1. bekk, Logi Hrafn í 10. bekk og Silja Ösp í 7. bekk. Við óskum þessum nemendum innilega til hamingju. Úrslitin voru tilkynnt í gær, en vegna fjöldatakmarkana var eingungis einn bekkur á sal en hinir fylgdust með gegnum fjarfundabúnað. Nemendur fóru í umbunina í dag, sem var að fara í pílu í íþróttahúsinu í Laugargötu og kaffi í Bakaríinu í Sunnuhlíð. Myndir frá því þegar úrslitin voru tilkynnt í gær og ferðinni í morgun má sjá hér.