Útivistardegi frestað

Í ljósi slæmrar veðurspár hefur verð ákveðið að fresta útivistardegi á morgun. Við höfum verið í sambandi við svæðisstjóra Hlíðarfjalls og ef spáin gengur eftir þá reiknar hann ekki með að hægt verði að opna lyftur á morgun. Það verður ekki heldur farið á skauta.

Við ætlum að halda því opnu að fara á þriðjudaginn, veðurútlitið er betra þá. Það er því hefðbundinn skóladagur á morgun. Við látum vita á morgun hvernig málin þróast.

Kveðja,

starfsfólk Síðuskóla