Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Brekkuskóla gær þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf. Úr Síðuskóla hlutu þau Anna Lilja Hauksdóttir þroskaþjálfi, Veronika Guseva íþróttakennari, Helena Lind Logadóttir nemandi í 6. bekk og Kevin Prince Eshun nemandi í 7. bekk viðurkenningu fræðslu- og lýðheilsuráðs. Við óskum þeim innilega til hamingju, svo sannarlega verðskulduð viðurkenning!