14.03.2011
7. bekkur hefur verið að vinna með líkama
mannsins undanfarið í einstaklings- og hópavinnu. Nemendum var skipt í mismunandi hópa og þurfti hver hópur að kynna sitt verkefni fyrir bekknum
í lokin. Afrakstur þeirrar vinnu má sjá hér.
Lesa meira
08.03.2011
Undankeppni í stóru upplestrarkeppninni var haldin á sal skólans þriðjudaginn 8.
mars. Þar lásu þeir 14 nemendur úr 7. bekk, sem komust
áfram eftir fyrstu umferð. Þau
stóðu sig frábærlega vel og voru sér og skólanum til sóma. Velja þurfti tvo nemendur og einn til vara til að taka
þátt í úrslitum Stóru
upplestrarkeppninnar, sem haldin verður miðvikudaginn 23. mars í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri kl. 17:00. Þar mætast fulltrúar allra grunnskólanna í bænum auk
nemenda frá Hrísey og Grímsey. Þeir nemendur sem verða fulltrúar Síðuskóla í ár eru:
Aðalmenn: Kristrún Jóhannesdóttir og Ósk Tryggvadóttir
Varamaður: Oddur Pálsson
Myndir af hópnum.
Lesa meira
04.03.2011
Íþróttavaltímar hjá nemendum í 1.- 6. bekk hafa gengið
mjög vel.
Nemendurnir hafa verið mjög áhugasamir, duglegir og staðið sig vel í
þessum tímum. Gaman er að sjá að það skiptir ekki máli hvort nemandinn er styttra eða lengra komin í hreyfi- og félagsþroska,
allir njóta sín jafn vel, finna eitthvað við sitt hæfi og þroskast þannig áfram.
Jákvæð upplifun og viðhorf gagnvart hreyfingu og íþróttaiðkun
í æsku er mjög mikilvæg og er undirstaða þess að einstaklingurinn stundi íþróttir að einhverju leyti í framtíðinni og
taki reglulegri hreyfingu sem sjálfsögðum og heilsubætandi hlut í lífinu.
Mætingin hefur farið fram úr öllum vonum. Nemendur hafa verið til fyrirmyndar,
verið mjög virkir, sýnt tillitssemi og hjálpsemi og notið þess að vera í þessum tímum. Myndir úr tímunum má
finna hér.
Núna verður gert hlé á þessum íþróttavaltímum, en
þeir byrja aftur frá og með 04. apríl 2011 með sama fyrirkomulagi og sömu tímasetningum. Þegar nær dregur verður sent tilkynning um
það.
Kveðja Rainer, íþróttakennari
Lesa meira
04.03.2011
Miðvikudaginn 9. mars er öskudagur og þá hefst vetrarfrí í skólanum sem verður út vikuna. Vonandi geta foreldrar og nemendur nýtt
vetrarfríið til að vera saman og gert eitthvað skemmtilegt.
Lesa meira
23.02.2011
Rúnar Eff og Steini Bjarka skemmtu í Síðuskóla.
Í gær, þriðjudaginn 22. febrúar var salur fyrir
alla nemendur skólans þar sem Rúnar Eff og Steini Bjarka tróðu upp og skemmtu. Uppákoman var í tilefni þess að alls hafa
nemendum fengið 15.000 hrósmiða í vetur. Mikil og góð stemming var hjá áheyrendum, bæði nemendum og starfsfólki, og
náðu þeir félagar vel til allra eins og sjá má á myndum sem hér
fylgja.
Lesa meira
08.02.2011
Þann sjöunda febrúar afhentu nemendur úr grunnskólum
Akureyrar, í valáfanganum Fatahönnun og endurnýting afrakstur vinnu sinnar á haustönn, til Rauðakrossins. Skoða má umfjöllun um afhendinguna á heimasíðu Rauðakrossins hér.
Þetta er þriðja árið sem Síðuskóli tekur
þátt í verkefninu sem heitir Föt sem framlag. Í vetur tóku þátt 9 stúlkur úr 8. 9. og 10.bekk og þær saumuðu
ungbarnateppi og barnaföt. Segja má að áfanginn sé í senn kennsla í saumaskap og samfélags- og lífsleiknifræðsla. Þar
sem skólinn er Grænfánaskóli þá fellur þessi áfangi vel að þeim markmiðum sem þar er unnið að, því
gömul föt eru endurnýtt.
Fleiri myndir má finna hér.
Lesa meira
06.02.2011
Kynningarfundur um val á grunnskóla fyrir haustið 2011 verður haldinn
miðvikudaginn 9. febrúar kl. 20:00-22:00 í sal Brekkuskóla. Þar munu fulltrúar skólanna kynna þá fyrir foreldrum væntanlegra
nýnema. Skólarnir verða svo með opið hús fyrir foreldra kl. 09:00-11:00 eftirtalda daga í febrúar:
Fimmtudaginn 10. febrúar - Glerárskóli
Föstudaginn 11. febrúar - Naustaskóli og Giljaskóli
Mánudaginn14. febrúar - Brekkuskóli
Miðvikudaginn16. febrúar - Oddeyrarskóli og Lundaskóli
Fimmtudaginn 17. febrúar - Síðuskóli
SKÓLAVAL 2011 bæklingurinn, sem hefur að geyma upplýsingar um
grunnskóla bæjarins, er á netslóðinni http://skoladeild.akureyri.is
Lesa meira
04.02.2011
Flötur, samtök stærðfræðikennara, hvetur skóla til að gera stærðfræði
sérstaklega hátt undir höfði fyrsta föstudag í febrúar ár hvert.
Við í Síðuskóla höfum tekið virkan þátt í mörg ár og skipulagt dag stærðfræðinnar sérstaklega.
Að þessu sinni unnu nemendur á hverju stigi saman og voru verkefnin fjölbreytt en þó öll á einhvern hátt tengd þemanu
stærðfræði og spil. Í íþróttasal voru leikir tengdir stærðfræði.
Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Það er að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um
stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og
sjá hana í víðara samhengi. Ekki var annað að sjá en nemendur væru áhugasamir og ánægðir á stöðvunum
í morgun eins og sjá má á þeim myndum sem teknar voru.
Fullt af myndum voru teknar á mismunandi vinnustöðvum sem sjá má hér.
Lesa meira
02.02.2011
Fyrsta vikan í febrúar ár hvert er helguð tannvernd og í ár er
áhersla lögð á glerungseyðingu og hvernig stemma megi stigu við henni.
Af því tilefni hefur Lýðheilsustöð gefið út
veggspjaldið Þitt er valið þar sem lýst er á
myndrænan hátt innihaldi algengustu vatns-, ávaxta- og gosdrykkja á markaðnum og áhrifum innihaldsins á tannheilsu.
Einnig hefur verið gefið út fræðslumyndband um umhirðu tanna barna, jafnt ungra sem þeirra eldri, og það talsett á ensku, rússnesku og
pólsku, auk íslensku. Nýtt fræðsluefni er svo gjarnan gert fyrir leikskólabörn og yngstu börnin í grunnskóla í tannverndarvikunni
og hefur það verið sent til allra leikskóla á landinu.
www.lydheilsustod.is
Lesa meira
01.02.2011
Skáknámskeið fyrir 1.-3. bekk og 3.- 6. bekk
Í síðustu viku var haldið
skáknámskeið fyrir 1. - 3. bekk. Óhætt er að segja að mikill áhugi væri námskeiðinu því samtals tóku yfir 50
nemendur þátt! Nemendur voru flestir mjög duglegir og stóðu sig vel. Á laugardaginn fór fram meistaramót Síðuskóla fyrir
þennan aldursflokk og tóku 16 nemendur þátt. Leikar fóru þannig að jafnir í 2. - 3. sæti voru Viktor Már Árnason
og Tryggvi Snær Hólmgeirsson en efstur varð Elvar Máni Ólafssonog fengu þeir allir viðurkenningarskjöl fyrir frammistöðuna.
Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Sigurður Arnarson, Hersteinn Heiðarsson og Andri Freyr Björgvinsson. Nokkrar myndir frá námskeiðinu og
frá mótinu má sjá hér.
Rétt er að taka fram að Skákfélag
Akureyrar er með æfingar fyrir áhugasama nemendur á mánudögum kl. 14.30 í vesturenda Íþróttahallarinnar á Akureyri (gengið
inn frá Þórunnarstræti). Heimasíða félagsins er http://skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/ og þar
má nálgast allar nánari upplýsingar.
Í þessari viku verður annað námskeið
í skólanum. Það er ætlað nemendum í 3. – 6. bekk sem lært hafa mannganginn. Tímasetningar eru eftirfarandi
Fimmtudagur 3. febrúar kl. 14.30 til 16.00
Föstudagur 4. febrúar kl. 14.00 til 16.00
Laugardaginn 5. febrúar frá kl. 10.00 til 12.00
verður meistaramót Síðuskóla fyrir 3. – 6. bekk.
Þeir nemendur sem eiga töfl eru hvattir til að taka
þau með. Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu verður Sigurður Arnarson, skákmeistari Skákfélags Akureyrar og er aðgangur
ókeypis.
Lesa meira