29.04.2009
Myndir frá 9. bekk eru komnar inn á myndasíðuna. Myndirnar má sjá hér.
Myndir frá 5. bekk eru komnar inn á myndasíðuna. Myndirnar má sjá hér.
Myndir úr Kjarnaskógi eru komnar inn, þar eru nemendur úr ýmsum bekkjum. Myndirnar má sjá hér.
Fleiri myndir eru væntanlegar.
Lesa meira
28.04.2009
Á morgun, miðvikudaginn 29. apríl, verður útivistardagur í skólanum. Kennarar fara með nemendur í ýmis verkefni utan
skólans og eru foreldrar beðnir að búa börn sín til útivistar. Umsjónarkennarar munu væntanlega senda upplýsingar til hvers
árgangs um hvert ferðinni er heitið og hvernig heimanbúnaður þarf að vera. Nemendur mæta klukkan 8:00 og engin kennsla verður eftir hádegi nema
fyrir valhópa utan skóla.
Lesa meira
27.04.2009
Þriðjudaginn 28. apríl kl. 17:00 verður kynning á valgreinum næsta skólaár fyrir foreldra nemenda í 8. og 9. bekk og kl. 18:00 fyrir foreldra
nemenda í 7. bekk.
Kynningarnar fara fram í stofu 31 á B- gangi
Ólöf Inga Andrésdóttir deildarstjóri eldri deildar
Árný Þóra Ármannsdóttir námsráðgjafi
Lesa meira
24.04.2009
Miðvikudaginn 15. apríl komu krakkar úr 5.bekk Giljaskóla í heimsókn til þess að kynna sér Grænfánaverkefnið okkar ( flokkunin
og moltugerð ) Heimsóknin tókst vel og stóðu krakkarnir sig mjög vel í að kynna fyrir þeim og sýna hvernig við flokkum. Myndir má
hjá hér.
Lesa meira
24.04.2009
Spennandi tilboð fyrir 11-14 ára börn.
Árlegar sumarbúðir Norrænu félaganna verða í Hillerød í Danmörku frá 28. júní til 5. júlí
með þátttöku 90 barna frá öllum Norðurlöndunum. Boðið verður upp á spennandi kanósiglingu, ýmsar
íþróttir, útivist, tónlist og skapandi smiðjur.
Norræna félagið í Noregi og Norræna félagið á Akureyri greiða þátttöku tveggja barna frá Akureyri.
Skilyrði er að foreldrar séu í Norræna félaginu.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Norrænu upplýsingaskrifstofunnar www.akmennt.is/nu
Skráning er með tölvupósti til mariajons@akureyri.is og í síma 462 7000 til og með 29. apríl.
Lesa meira
20.04.2009
Matseðill fyrir maí/júní er kominn inn og viljum við minna á að opið er fyrir skráningar í mat.
Matseðilinn má nálgast hér.
Lesa meira
17.04.2009
Valgerður Pétursdóttir í 4.HL bar sigur úr býtum í skólamjólkursamkeppni MS.
Allir 4. bekkir landsins taka þátt í þessari samkeppni og eru 10 myndir valdar úr af þessum stóra hópi mynda. Myndirnar verða svo notaðar
í kynningarskyni fyrir Skólamjólk árið 2009.
Við óskum Valgerði innilega til hamingju.
Lesa meira
02.04.2009
Myndir frá fyrstu árshátíðarsýningunni eru komnar inn á myndasíðuna.
Lesa meira
02.04.2009
1. apríl var sett upp á Glerártorgi sýning á umferðarverkefni 3. bekkja á Akureyri. Sýningin verður opin fram að páskum. Þar
eru myndir sem nemendur hafa unnið og gaman væri að foreldrar kíki á þær með börnunum sínum.
Lesa meira
01.04.2009
Síðuskóli tekur þátt í Evrópuverkefni sem kennt er við Comenius. Þessu fylgir að nemendur og kennarar fara milli
þátttökulanda í heimsókn. Í þessu verkefni eru skólar frá Ítalíu, Slóveníu, Þýskalandi og Noregi
auk okkar. Kennarar og nemendur úr Síðuskóla hafa farið í heimsókn til Ítalíu og Noregs og nú erum við með 9 kennara og 15
nemendur í heimsókn í Síðuskóla. Nemendurnir gista á heimilum okkar nemenda og taka þeir þátt í skólastarfinu með
þeim. Einnig eru kynningar á verkefnum sem þau hafa verið að vinna að og heimahögum þátttakenda. Auk þess fer hópurinn í
kynnisferðir um Akureyri og nágrenni. Í dag er ferðinni heitið í Mývatnssveit og Húsavík.
Verkefnið er þroskandi og lærdómsríkt fyrir alla sem að því koma og hefur verið ánægjulegt að hafa þessa góðu
gesti í skólanum.
Lesa meira