Í Síðuskóla sýnum við ábyrgð, virðingu og vináttu
Foreldrafélag Síðuskóla gaf skólanum nýtt og veglegt taflborð til afnota á bókasafni skólans. Það barst í liðinni viku og hefur þegar verið mikið nýtt af nemendum í frímínútum. Bókasafnskennari þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir hönd skólans og nemendanna fyrir þessa höfðinglegu og góðu gjöf.
Hér má sjá myndir af því, það má snúa plötunni við og spila Lúdó :)



Minnum á að Frístund er opinn 22. og 23. desember, 29. og 30. desember, Frístund er lokuð 2. janúar á skipulagsdegi.
Beinn sími í Frístund er 461-3473.
Skrifstofan og skólinn er lokaður að öðru leyti þessa daga.
Bendum á tölvupóstfang skólans siduskoli@siduskoli.is
Hér er fjöldi mynda frá Litlu jólum Síðuskóla 2025. Við áttum notalega stund á sal þar sem við hlýddum á söng 2. bekkjar og sáum frumsamið jólaleikrit frá leiklistavali miðstigsins. Svo var dansað og sungið saman í íþróttasal Síðuskóla.
Gleðileg jól
