Virðing
Meira
Í Síðuskóla sýnum við ábyrgð, virðingu og vináttu
Í morgun var árlegur jólasöngsalur þar sem Heimir leiddi nemendur og starfsfólk í gegnum okkar skemmtilegustu jólasöngva, svona til að koma okkur í jólagírinn fyrir helgi. Eins og sjá má á myndum var svaka stuð og stemning en líka ljúft og gaman í rólegri lögunum. Sjá má myndir hér.
Í dag var jólaföndurdagur í Síðuskóla. Allt hefðbundið starf er þá lagt til hliðar og við mætum í einhverju jólalegu í skólann og föndrum saman. Allir fengu heitt kakó og að leika sér í íþróttasalnum. Ýmislegt fallegt var föndrað sem ratar vonandi heim eða jafnvel í jólapakkann :) Hér eru myndir frá deginum sem sýnir vel hvað uppbrotið var kærkomið og skemmtilegt.