Fréttir

03.12.2025

Jólaföndurdagur

Í dag var jólaföndurdagur í Síðuskóla. Allt hefðbundið starf er þá lagt til hliðar og við mætum í einhverju jólalegu í skólann og föndrum saman. Allir fengu heitt kakó og að leika sér í íþróttasalnum. Ýmislegt fallegt var föndrað sem ratar vonandi heim eða jafnvel í jólapakkann :) Hér eru myndir frá deginum sem sýnir vel hvað uppbrotið var kærkomið og skemmtilegt.

 

21.11.2025

20.000 hrósmiðahátíð

Í dag var haldin 20.000 hrósmiðahátíð en það er liður í SMT stefnu skólans. Nemendur fá svokallaða hrósmiða fyrir æskilega hegðun og fyrir að fylgja skólareglum. Þegar allir nemendur skólans hafa safnað saman 20.000 hrósmiðum er venja að halda hátið þar sem veitt er umbun sem nýtist öllum nemendum skólans. Í þetta sinn fengum við Eyþór Aron Wöhler, annan helming tónlistartvíeykisins Húbba Búbba, til að taka nokkur lög. Það er óhætt að segja að nemendur kunnu vel að meta þessa óvæntu heimsókn eins og sjá má á myndum.

Myndir og myndbönd frá 20.000 hrósmiðahátíð.

21.11.2025

Sjálfstætt líf

Karl Guðmundsson, starfsmaður á fræðslu- og lýðheilsusviði Akureyrarbæjar, heimsótti 10. bekk Síðuskóla í vikunni með fræðslu sína Sjálfstætt líf. Þar miðlar Karl af reynslu sinni að vera með CP og þurfa aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Karl sagði frá lífi sínu, líkamlegri fötlun, helstu áskorunum og þeirri þjónustu sem hann nýtur í daglegu lífi. Nemendur sýndu fræðslunni áhuga og voru dugleg að spyrja spurninga. Við þökkum Karli kærlega fyrir komuna.

Hér má finna fleiri myndir frá heimsókninni.