Fréttir

25.11.2020

Skólastarf í COVID

Dagarnir í skólanum hafa verið óvenjulegir að undanförnu vegna takmarkana sem settar hafa verið vegna sóttvarna. Þrátt fyrir smávægilegar tilslakanir í síðustu viku eru nemendur enn í sínum hólfum með sínum kennurum og matast í minni hópum en venjulega. Hér má sjá myndir sem teknar voru í morgun en þar var 4. bekkur í íþróttum með sínum umsjónarkennara, 3. bekkur að borða í íþróttasalnum og 1. bekkur var úti á sínu svæði í frímínútum eftir matinn. Nemendur hafa ekki kippt sér mikið upp við þessar breytingar og hafa staðið sig einstaklega vel og allir eru glaðir eins og sjá má á myndunum með fréttinni.

11.11.2020

Jólaföndur í 5. bekk

Krakkarnir í 5. bekk föndruðu jóladagatal fyrir bekkinn í morgun. Jólaandinn sveif yfir, enda hvít jörð úti fyrir. 

Hér eru nokkrar myndir

06.11.2020

Fréttabréf nóvember

Búið er að senda út fréttabréf nóvembermánaðar, en hér má sjá það.