Fréttir

20.11.2021

Hefðbundinn skóladagur á mánudaginn 22. nóv.

Að gefnu tilefni viljum við minna á að mánudagurinn nk. er hefðbundinn skóladagur en ekki starfsdagur. Þetta er vegna breytinga á skóladagatali í tengslum við færslu á árshátíð.

17.11.2021

Tilraunastarfsemi í 1. bekk

1. bekkur hefur undanfarið verið að gera margskonar tilraunir. Þau gerðu m.a. tilraun sem kallast Oobleck. Í henni er m.a. notað vatn og kartöflumjöl og þegar blandan er kreist þá verður hún að föstu efni en breytist í vökva ef hætt er er að kreista hana. Eins og myndirnar sýna, sem sjá mér hér, skemmtu allir sér vel.

16.11.2021

Litla og Stóra upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk og Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk voru settar á sal skólans í dag á degi íslenskrar tungu.

Keppnin snýst um að æfa upplestur, framburð og framkomu.

Bekkirnir komu á sal og Ólöf Inga skólastjóri ávarpaði hópinn og þær Nadía og Sigurhanna úr 8. bekk fluttu ljóð.

Hér má sjá myndir frá athöfninni.