Fréttir

24.09.2020

Endurnýjun Grænfánans

Þriðjudaginn sl., 22. september var gerð úttekt á skólanum vegna endurnýjunar Grænfánans. Í þetta skipti var úttektin rafræn vegna aðstæðna í samfélaginu. Allt gekk að óskum og Síðuskóli fékk áttunda fánann afhentan við tækifærið. Vel gert hjá umhverfisnefndinni og Sigrúnu Birnu kennara, sem er í forsvari hennar.

17.09.2020

Dagur íslenskrar náttúru og Náttúrufræðingur Síðuskóla

Í gær var Dagur íslenskrar náttúru og fóru nemendur að því tilefni í vettvangsferðir og unnu verkefni og fræddust um náttúruna í leiðinni. Náttúrufræðingur Síðuskóla fór einnig fram, en það er keppni þar sem nemendur skólans eiga að 5 greina plöntur, 5 fugla og 5 staði eða kennileiti á Íslandi. Í ár varð Bergdís Birta Þorsteinsdóttir í 8. bekk hlutskörpust og fær því titilinn Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2020 – 2021.

Einnig hlutu þau Una Lind Daníelsdóttir 3. bekk, Emil Orri Vatnsdal Sveinsson 3. bekk, Óliver Andri Einarsson 3. bekk, Aldís Þóra Haraldsdóttir 10. bekk, Anika Snædís Gautadóttir 6. bekk og Sveinar Birnir Sigurðsson 7. bekk viðurkenningu fyrir góðan árangur. Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með góðan árangur.

Hér má sjá myndir frá verðlaunaafhendingu á sal sem fram fór í morgun.

 

02.09.2020

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í gær, 1. september, fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram í Síðuskóla.  Áður en hlaupið hófst var hitað upp með Zumbadansi á skólalóðinni. Hlaupinn var "Síðuskólahringur" en hann er 2,2 km. Nemendur höfðu val um hve marga hringi þeir hlupu en þó að hámarki fimm. Hlaupið var einnig upphaf átaksins Göngum í skólann  en á meðan því stendur eru nemendur og starfsmenn hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. 

Hér má sjá myndir frá hlaupinu. 

05.06.2020

Skólaslit 2020