Fréttir

03.01.2022

Kennsla hefst þriðjudaginn 4. janúar

Kennsla hefst í Síðuskóla á morgun, þriðjudaginn 4. janúar, kl. 8.10. Í dag hefur starfsfólk unnið að skipulagningu skólastarfs næstu daga. 

Við þökkum ykkur fyrir samstarfið á liðnu ári og megi nýtt ár verða okkur öllum gott.

21.12.2021

Jólakveðja

20.12.2021

Litlu jólin 2021

Litlu jólin voru með öðru sniði hjá okkur þetta árið. Dagskrá var á sviðinu sem varpað var rafrænt út í stofurnar, nemendur 5. og 6. bekkjar voru í salnum en aðrir árgangar í heimastofum. Ólöf skólastjóri með stutt ávarp, nemendur spiluðu nokkur jólalög og jólaleikrit miðstigs var sýnt. Hér eru nokkrar myndir frá því í morgun.