Fréttir

21.10.2020

Blakmót á unglingastigi

Í morgun fór fram blakmót á unglingastigi. Eftir harða og skemmtilega keppni voru það strákarnir í 9. bekk sem sigruðu. 

Hér má sjá myndir frá mótinu. 

20.10.2020

Úrslit í Göngum í skólann og Grænfánaúttekt

Í morgun voru úrslit í Göngum í skólann kynnt. Ekki var hægt að safna öllum nemendum skólans saman á sal heldur var einungis umhverfisnefnd skólans á sviðinu með skólastjóra og viðburðinum streymt út í stofurnar. Eftir stutt erindi fór umhverfisnefndin með bikarinn inn í stofu til 8. bekkjar sem sigrarði í Göngum í skólann 2020. Til hamingju 8. bekkur!

Við þetta tækifæri var einnig tilkynnt að eftir úttekt frá Skólum á grænni grein kom í ljós að skólinn mun fá grænfánann afhentan í 8. sinn. Vel gert Síðuskóli!

Hér má sjá myndir frá því í morgun.

16.10.2020

Bleiki dagurinn

Hér má sjá myndir frá bleika deginum. Nemendur og starfsmenn voru hvattir til að mæta í bleiku til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini.

16.10.2020

Umbun í 7. bekk

15.10.2020

Rýmingaræfing