Fréttir

11.04.2024

Fullt út úr húsi á Barnamenningarhátíð í Síðuskóla

Barnamenningarhátíð á Akureyri fer fram þessa dagana og liður í henni er Góðgerðar- og menningarkaffihús sem 5. bekkur Síðuskóla hélt í dag. Þar seldu nemendur muni sem þeir hafa búið til undanfarnar vikur ásamt því að flytja tónlistar- og dansatriði. Á kaffihúsinu var boðið upp á veitingar sem nemendur bjuggu sjálfir til. Stórgóð mæting var og nánast fullt út úr dyrum. Nemendur munu á næstunni fara í heimsókn á Barnadeild SAK og færa þeim ágóðann.

Við erum stolt af okkar fólki, bæði nemendum og starfsfólki. Við þökkum foreldrum fyrir þeirra aðstoð og öllum gestum kærlega fyrir komuna og stuðninginn!

Hér má sjá fleiri myndir.

11.04.2024

Bókaverðlaun barnanna

Á hverju vori er börnum á aldrinum 6-12 ára boðið að kjósa uppáhalds barnabækur ársins. Nemendur fylla út kjörseðil og skila á bókasafnið.

Barnabókavörður Amtsbókasafnsins safnar saman öllum kjörseðlum frá skólum á Akureyri og dregur út einn heppinn þátttakanda í hverjum skóla.

Að þessu sinni var það Óliver Örn Stefánsson í 3. bekk sem hafði heppnina með sér og fékk fallega og fróðlega bók um líkamann að launum.