Í Síðuskóla sýnum við ábyrgð, virðingu og vináttu
Hér eru myndir frá verkefni dagsins í 4.bekkk.
Við gerðumst uppfinningamenn og notuðum ýmsan efnivið til að búa til líkan að tækniuppfinningu.
Allir voru búnir að teikna og útskýra sitt líkan og svo var komið að því að framkvæma.
Hér er hlekkur á myndir úr vinnu dagsins.
Í morgun var haldin rýmingaræfing í skólanum í tengslum við að Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna opnaði eldvarnarátak sitt í Síðuskóla. Eldvarnarátak þetta miðar við að fara í alla grunnskóla á landinu og tala við 3. bekkinga um eldvarnir á heimilum og er þetta í fyrsta sinn sem það er opnað utan höfuðborgarsvæðisins. Áður en æfingin hófst var myndin um Loga og Glóð sýnd og voru umræður á eftir. Í framhaldinu var skólinn rýmdur og var í fyrsta sinn notaður gervieldur til að hafa aðstæður sem raunverulegastar. Að æfingu lokinni fengu starfsmenn að reyna sig við að slökkva eld og nemendur skoðuðu bíla slökkviliðsins. Æfingin heppnaðist mjög vel og hér má sjá myndir frá henni.
Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenkrar tungu en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Hér í skólanum er ýmislegt gert í tilefni þessa dags. Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, Upphátt, var sett í 7. bekk og nú tekur við tímabil æfinga í upplestri og framsögn hjá þeim. Litla upplestarkeppnin í 4. bekk var einnig sett í dag og í framhaldinu verður unnið markvisst að þjálfun í lestri.
Á unglingastigi var Kappmálskeppni en í henni er öllum nemendum unglingadeildar skipt í 4-5 manna lið. Keppnin er í sex hlutum:
Þetta var skemmtileg tilbreyting þar sem unnið var með íslenska tungu á fjölbreyttan hátt.