Fréttir

03.10.2019

Frábær árangur í Göngum í skólann

Nú er átakinu Göngum í skólann lokið og tóku 73 skólar þátt í því í ár. Mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf var unnið í grunnskólum landsins í tilefni af átakinu. Við í Síðuskóla hófum átakið með göngu upp að Hraunsvatni. Auk þess skráðu íþróttakennarar hlutfall nemenda sem notuðu virkan ferðamáta til að koma í skólann í þær fjórar vikur sem átakið stóð yfir. Virkir ferðamátar eru t.d. að ganga, hjóla eða að nota strætó.
25.09.2019

Uppskeran góð hjá 2. bekk.

Í maí sl. settu núverandi 2. bekkingar niður kartöflur í einum af innigörðum skólans. Í morgun voru svo nemendur að taka upp og skoða uppskeruna. Með því að smella á myndina með fréttinni má sjá áhugasama nemendur í þessu skemmtilega verkefni.
17.09.2019

Ólympíuhlaupið 2019

Þann 10. september síðastliðinn fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram í Síðuskóla.  Hlaupinn var "skólahringur" en hann er 2,2 km. Nemendur höfðu val um hve marga hringi þeir hlupu en þó að hámarki fimm. Mikið kapp var í nemendum og samtals voru hlaupnir 1234,2 ...
05.09.2019

List fyrir alla

02.09.2019

Gönguferð