Fréttir

26.09.2023

Farsæld barna

Kæru foreldrar / forráðamenn leik- og grunnskólanemenda á Akureyri

Eins og mörgum er kunnugt, þá stendur yfir innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru kölluð farsældarlögin. Nú er kominn nýr og aðgengilegur vefur sem kallast Farsæld barna og þar má finna nánari upplýsingar um hvað löggjöfin felur í sér og hvert hlutverk tengiliða er. Einnig má sjá aðgengilegt myndband sem lýsir í stuttu máli því sem lögin innibera.

Samkvæmt lögunum eiga börn og foreldrar að hafa greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Með því að tengja þjónustuna saman og vinna í sameiningu að farsæld barna verður auðveldara fyrir börn og foreldra að fá aðstoð við hæfi. 

Börn og foreldrar þeirra hafa aðgang að tengilið í skóla. Á heimasíðu skólans, undir flipanum Farsæld barna, má sjá hverjir hafa hlutverk sem tengiliðir í Síðuskóla. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Í flóknari málum hafa börn og foreldrar aðgang að málstjóra hjá velferðarsviði Akureyrarbæjar eða þar sem þarfir barns liggja hverju sinni. Foreldrar og börn geta leitað sjálf beint til tengiliðar eða sent beiðni í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar.

 

Með góðri farsældarkveðju,

Helga Vilhjálmsdóttir, innleiðingarstjóri farsældarlaga á fræðslu- og lýðheilsusviði

Kristín Jóhannesdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs

Ólöf Inga Andrésdóttir, skólastjóri Síðuskóla

 

25.09.2023

Aðalfundur FOKS

Aðalfundur Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla FOKS verður haldinn þriðjudaginn 26. september klukkan 20 í stofu B7 (gengið inn um íþróttahús).

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Ársreikningur félagsins lagður fram
4. Kosning í stjórn - núverandi stjórn gefur kost á sér áfram
5. Kosning í nefndir - vantar þrjá nýja aðila í Skólaráð
6. Ákvörðun um árgjald félagsins
7. Önnur mál

Stjórn FOKS vonast til að sjá sem flesta á fundinum. Ef einhver hefur áhuga á að vera í skólaráði en kemst ekki á fundinn hafið endilega samband í tölvupósti á magneak@akmennt.is fyrir 26. september.

Kveðja, stjórn FOKS.

22.09.2023

Viðurkenningar á sal í gær.

Í gærmorgun komu allir nemendur saman á sal skólans þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir keppnina Nátturfræðingur Síðuskóla og Ólympíuhlaupið.

Eftirfarandi nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í Ólympíuhlaupinu: Rakel Eva Guðjónsdóttir og Sóley Eva Guðjónsdóttir í 10. bekk, Arnþór Einar Guðmundsson og Friðrik Helgi Ómarsson í 9. bekk, Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson og Arna Lind Jóhannsdóttir í 8. bekk, Vilhjálmur Jökull Arnarsson og Óðinn Helgason í 7. bekk, Fanney Mjöll Arnarsdóttir og Katrín Birta Birkisdóttir í 6. bekk, Tristan Andri Knutsen og Anton Stensbo Knudsen í 5. bekk, Baldvin Breki Helgason Auðun Aron Baldursson í 4. bekk, Óliver Máni Andrésson og Ágúst Stensbo Knudsen í 3. bekk, Gunnar Helgi Björnsson og Rayan Imran Bouhlali í 2. bekk og Styrmir Hrafn Eiríksson og Björgvin Stefánsson í 1. bekk. Úrslitin urðu hins vegar þannig að Rúnar Daði Vatnsdal í 8. bekk var með besta tímann, en það tók Rúnar 8:53 mín. að hlaupa skólahringinn sem er alls 2,2 km.

Í Náttúrfræðingnum hlutu svo eftirfarandi nemendur viðurkenningu fyrir góðan árangur: Selma Sif Elíasdóttir 3. bekk, Sóley Líf Pétursdóttir 4. bekk, Sara Björk Kristjánsdóttir 4. bekk, Óliver Andri Einarsson 6. bekk, Salka María Vilmundardóttir 7. bekk, Snorri Karl Steinarsson 7. bekk, Vilhjálmur Jökull Arnarssson 7. bekk, Otto Þor Elíasson 8. bekk, Kristín Elma Margeirsdóttir 9. bekk, Nadía Ósk Sævarsdóttir 10. bekk.

Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2023 var hins vegar Sveinbjörn Heiðar Stefánsson í 7. bekk.

Við óskum öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn. Myndir frá viðburðinum má sjá hér, en myndin sem fylgir fréttinni ef af Náttúrufræðingi Síðuskóla árið 2023.