Fréttir

14.01.2020

Ball í Síðuskóla föstudaginn 17.1.nk.

Föstudaginn 17. janúar verður ball í Síðuskóla fyrir unglinga á Akureyri (8.-10. bekk). Miðaverð er 1000 krónur og húsið opnar klukkan 20:30. Er þetta liður í fjáröflun 10. bekkjar fyrir skólaferðalag. DJ Stórleikurinn heldur upp stuðinu til klukkan 23:30.

09.01.2020

Breytingar á lesfimiprófum Menntamálastofnunar í janúar 2020

Frá Menntamálastofnun: Undanfarin ár hafa lesfimipróf frá Menntamálastofnun verið notuð í ykkar skóla og þið hafið fengið upplýsingar um niðurstöðurnar í vegnum orðum á mínútu. Það þýðir að lesinn orðafjöldi er stilltur af út frá þyngd textans. Nú þegar töluverð reynsla er komin á prófin er tímabært að endurskoða þau og þróa enn frekar. Hingað til hafa nemendur lesið A-textann í september og maí og B-textann í janúar en nú verður B-textinn tekinn út svo nemendur lesa A-textann í öll þrjú skiptin. Þetta gerir túlkun mun auðveldari og gefur ykkur réttari mynd af þróun lestrarfærninnar. Þessar breytingar hafa þau áhrif að uppfæra þarf töflu sem reiknar vegin orð á mínútu og mun það hafa afturvirk áhrif á nokkurn hóp nemenda þannig að niðurstaðan frá í september getur hliðrast upp eða niður um þrjú orð. Því gæti orðið misræmi á útprentanlega einkunnablaðinu sem þið hafið þegar í höndunum frá síðastliðnu hausti og því sem þið fáið eftir janúarprófin.
20.12.2019

Jólakveðja frá Síðuskóla

Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári með þökk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. Minnum á að skólahald hefst aftur skv. stundaskrá mánudaginn 6. janúar.