Fréttir

21.03.2023

Símalausir dagar í Síðuskóla fram að páskum

Við í Síðuskóla höfum ákveðið að endurtaka leikinn með símalausu dagana. Þetta gekk ljómandi vel hjá okkur síðast og fannst flestum nemendum þetta góð tilbreyting. Frá og með morgundeginum 22. mars og fram að páskaleyfi sem hefst þann 1. apríl verða því símalausir dagar. Þessa daga eiga nemendur að mæta án síma í skólann en ef þeir þurfa af einhverjum ástæðum að taka hann með í skólann láta foreldrar umsjónarkennara vita svo hægt sé að setja hann í læsta geymslu meðan á skóla stendur. Ef nemendur fylgja ekki þessu fyrirkomulagi afhenda þeir starfsmanni símann sem geymir hann í læstri hirslu þar til skóla lýkur. Þessi hugmynd var rædd í skólaráði skólans og hún samþykkt þar. Það er von okkar að símalausir dagar fái sama góða hljómgrunninn eins og síðast og við njótum samveru og samskipta án símanna.

21.03.2023

Útivistardagur á áætlun

Farið verður í Hlíðarfjall í dag skv. áætlun.

16.03.2023

Nemendur í 4. bekk unnu til verðlauna í teiknisamkeppni MS

Fyrir skömmu tók 4. bekkur skólans þátt í árlegri teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar. Alls bárust 1200 myndir í keppnina frá 60 skólum um land allt.  Að lokum vor tíu verðlaunamyndir valdar úr þessum mikla fjölda og var ein þeirra frá Síðuskóla. Það voru þær Edda Bjarney Víkingsdóttir, Aþena Vigdís Sigurðardóttir og Ragnheiður Lilja Steinarsdóttir sem teiknuðu myndina. Þær fengu allar  viðurkenningarskjal  en auk þess fékk myndin peningaverðlaun sem fara í bekkjarsjóð. Við óskum stelpunum innilega til hamingju með árangurinn. Á myndunum sem fylgja má sjá mynd af verðlaunahöfunum og verðlaunamyndinni.