Í Síðuskóla sýnum við ábyrgð, virðingu og vináttu
Börnin í skólanum nýttu góðaveðrið í dag til að hressa upp á leikina sem málaðir eru á skólalóðina.
Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri heimsótti Síðuskóla í gær og hélt skemmtilega tónleika fyrri nemendur í 1.-5. bekk og þökkum við þeim kærlega fyrir það.
Myndir frá viðburðinum má finna hér.
Riðlakeppnin í Skólahreysti fór fram í gær í Íþróttahöllinni. Okkar keppendur stóðu sig með stakri prýði en að lokum var það lið Dalvíkurskóla sem sigraði. Okkar keppendur að þessu sinni voru þau Mikael Örn Reynisson, Sigfríður Birna Pálmadóttir, Óttar Örn Brynjarsson, Stefanía Ýr Arnardóttir, Daníel Snær Ryan og Sandra Rut Fannarsdóttir.