Fréttir

19.02.2019

Úrslit í 100 miða leiknum

Nemendur skólans söfnuðust saman á sal í morgun. Tilefnið var að tilkynna úrslitin í 100 miða leik skólans, sem er hluti af SMT skólafærninni. Nemendur sem dregnir voru út fóru fyrst heim til Ólafar skólastjóra þar sem þeir gæddu sér á nýbökuðum vöfflum. Í framhaldinu af því var farið í Flugsafnið á Akureyrarflugvelli þar sem Gestur Einar Jónasson tók á móti hópnum og sýndi safnið. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má finna hlekk til að skoða myndir frá samverunni og einnig ferð þeira sem voru dregnir út.
06.02.2019

3. og 4. bekkur vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Í síðustu viku unnu 3. og 4. bekkur saman að verkefni um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og til þess var notuð bókin Rúnar góði. Bókin var lesin í heimakrókum og síðan fóru krakkarnir á mill 6 stöðva og unnu ýmis verkefni. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má finna hlekk til að skoða myndir frá þessu skemmtilega verkefni.
01.02.2019

Furðufatavika

Í næstu viku verður furðufatavika hjá okkur í skólanum. Mismunandi þema verður alla dagana. Með því að smella á fyrirstögn fréttarinnar má sjá hvaða þema verður hvaða dag.
24.01.2019

Söngsalur

03.01.2019

Skólabyrjun