Fréttir

11.11.2019

Árshátíð Síðuskóla 2019

Árshátíð Síðuskóla verður haldinn fimmtudaginn 14. og föstudaginn 15. nóvember nk. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má nálgast hlekk til að sjá dagskrá árshátíðardaganna.
07.11.2019

Upplestur Ævars vísindamanns

Í dag kom Ævar vísindamaður í heimsókn og las upp úr bók sinni Þinn eigin tölvuleikur. Nemendur úr 3. - 7. bekk hlustuðu á Ævar að þessu sinni og var ljóst að mikil spenna var fyrir heimsókninni. Svona heimsóknir lífga alltaf upp á starfið og hvetja nemendur til dáða í lestrinum.
01.11.2019

Jól í skókassa

Nemendur í 7. bekk tóku í sjöunda skipti þátt í verkefninu Jól í skókassa. Að þessu sinni fóru tæplega 20 kassar frá okkur. Nemendur pökkuðu inn tómum skókössum og söfnuðu dóti í þá handa börnum í Úkraníu. Í hverjum kassa þarf að vera tannbursti, tannkrem, sápa, þvottapoki, ritföng, fatnaður, dót og nammi.