Fréttir

24.04.2024

Sumarkveðja

Starfsfólk skólans óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn. Vonandi hafa allir það sem best nú þegar sólin hækkar á lofti.

24.04.2024

Þemadagar í Síðuskóla

Undanfarna þrjá daga höfum við í skólanum verið með þemadaga þar sem unnið hefur verið með heimsálfurnar, þvert á stig. Vinnan tókst vel, var fjölbreytt og höfðu nemendur gaman af eins og sjá má á þessum myndum.

19.04.2024

Þemadagar og frí í næstu viku

English below
Í næstu viku, mánudag til miðvikudags eru þemadagar í skólanum. Þemað okkar eru heimsálfurnar og vinna nemendur þvert á árganga s.s. við skiptum upp öllum árgöngum.
Skóladagurinn hefst kl. 8.10 eins og venjulega og lýkur kl. 13.00. Þeir nemendur sem eru skráðir í Frístund fara þangað.
Þið eruð öll velkomin í heimsókn í skólann þessa daga sem og aðra.
Næsta vika er stutt kennsluvika, sumardagurinn fyrsti sem er frídagur og síðan er skipulagsdagur á föstudaginn.
Vonandi fer nú vorið að koma til okkar, gleðilegt sumar!
Kveðja úr skólanum
starfsfólk

Dear parents and guardians
Next week, from Monday till Wednesday there are so called theme days at school.
The theme we are stydying this time is the continents. All classes will be working together in mixed age groups, dealing with different projects.
As usual the school day starts at 8:10 o´clock but ends at 13:00 for all students. Those who have been signed up for Frístund will attend there after one o´clock.
You are all welcome to come visiting us on these days as every other day.
The week will be a short one for the students. We celebrate our national first day of summer on Thursday which is a public holiday, and on Friday we have staff planning day but students have a day off.
Hopefully spring is on the way, we wish you a happy summer!
Greetings from the school
Staff members

19.04.2024

Skáld í skólum