Fréttir

29.05.2020

Heimsókn á Listasafnið

Vettvangsferðir eru hluti af skólastarfinu hjá okkur í Síðuskóla og brjóta upp starfið á skemmtilegan hátt. Nýlega fóru nemendur úr 3. bekk í heimsókn á Listasafnið á Akureyri og unnu þar verkefni ásamt því að skoða 4 listasýningar. Starfsmenn þar höfðu á orði að þau hefðu verið áhugasöm, hugmyndarík og fróðleiksfús. Flottir fulltrúar skólans þar á ferð!

22.05.2020

Rýmingaræfing

Í morgun var haldin rýmingaræfing í skólanum í samstarfi við Slökkvilið Akureyrar. Settur var reykur á D gang og brunakerfið sett í gang. Rýmingin gekk vel þó alltaf komi upp atriði sem þarf að skerpa á, en tilgangur svona æfingar er m.a. að finna út hvað má betur fara. Eitt af því sem kennarar gera þegar nemendur eru komnir í raðir á söfnunarsvæði er að halda uppi spjöldum sem gefa til kynna hvort allir séu komnir eða einnhverra sé saknað. Í morgun voru nokkur spjöld rauð vegna veikinda nemenda sem ekki höfðu verið tilkynnt. Því er gott að minna á að nauðsynlegt er að tilkynna veikindi nemenda á hverjum morgni fyrir kl. 8:00. Myndir frá æfingunni má sjá hér.

07.05.2020

Heimsókn í 3. bekk

Í dag fengu krakkarnir í 3. bekk góða heimsókn en Maron frá slökkviliðinu kom til okkar. Hann Snorri Karl Steinarsson í 3. bekk var dreginn út í árlegri eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna. Hann var að vonum glaður með vinninginn og óskum við honum kærlega til hamingju. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.

24.04.2020

Sumarkveðja

03.04.2020

Páskafrí