Fréttir

01.06.2023

Skemmtileg heimsókn í skólann frá verðandi 1. bekkingum

Í gær komu verðandi 1. bekkingar í heimsókn í Síðuskóla í fylgd foreldra/forráðamanna. Á meðan foreldrarnir fengu fræðslu um skólann fóru nemendur í sínar stofur í fylgd kennara. Áhuginn skein af þessum flotta hópi verðandi nemenda skólans og ekki annað að sjá en að allir væru tilbúnir að hefja skólagöngu í ágúst. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

19.05.2023

Vorhátíð Síðuskóla þriðjudaginn 23. maí - FRESTAÐ

UPPFÆRT:

Vegna framkvæmda á skólalóðinni hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta vorhátíð FOKS til haustsins.

 

 

Vorhátíð FOKS sem fyrirhuguð var á morgun er frestað um óákveðinn tíma vegna slæms veðurútlits.

Kveðja, stjórn FOKS.

17.05.2023

Nýtt tölublað skólablaðs Síðuskóla komið út

Krakkarnir í vali á miðstigi voru að gefa út nýtt tölublað af skólablaði.
Við hvetjum ykkur til að lesa þetta stórskemmtilega blað.