Fréttir

04.06.2024

Afhending gjafar til barnadeildar SAK

Krakkarnir i 5. bekk skólans færðu barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri nýverið gjöf eftir að hafa safnað 350 þús. á barnamenningarhátíðinni í apríl sl. Krakkarnir gáfu leikjatölvu, leiki og peninga til kaupa á vigt fyrir nýbura. Hér má lesa skemmtilega umfjöllun af akureyri.net frá afhendingunni. Virkilega vel gert hjá 5. bekk.

03.06.2024

Skólaslit Síðuskóla 2024

Skólaárið er senn á enda en síðasti kennsludagur var í dag.

Skólaslit verða á morgun, þriðjudaginn 4. júní. Árgangar mæta í heimastofur og fara þaðan saman á sal. Skólastjórinn kveður fyrir hönd skólans, síðan fara nemendur í sínar heimastofur þar sem hópurinn er kvaddur. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með sínum börnum. Við miðum við að skólinn sé í eina klukkustund.

Klukkan 9:00 1.-5. bekkur
Klukkan 10:00 6.-9. bekkur

Útskrift 10. bekkjar verður kl. 15:00 í Glerárkirkju, kaffiveitingar í skólanum á eftir fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra og starfsfólk.

 

30.05.2024

Stór stund þegar verðandi 1. bekkur kom í heimsókn

Það var stór stund hjá okkur í gær þegar verðandi 1. bekkingar komu í heimsókn í fylgd foreldra/forráðamanna, en 34 nemendur munu hefja skólagöngu í Síðuskóla í haust. Krakkarnir fóru í stofur með verðandi umsjónarkennurum og þroskaþjálfa, þeim Grétu, Siggu og Systu. Á meðan fengu foreldrarnir fræðslu um skólann. Það var virkilega gaman að fá hópinn til okkar og ekki annað að sjá en að allir væru tilbúnir að hefja skólagöngu í ágúst. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

 

24.04.2024

Sumarkveðja