Í Síðuskóla sýnum við ábyrgð, virðingu og vináttu
Síðuskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 5. bekkur kl. 9:00.
6. - 10. bekkur kl. 9:30.
Nemendur mæta í sínar heimastofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Hér er hægt að sjá kort af skólanum og á því eru heimastofur bekkjanna. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara með bréfi.
Nú er skólaárið á enda og um leið og við þökkum samstarfið í vetur óskum við öllum gleðilegs sumars og vonum að allir njóti sín í sumarleyfinu. Skrifstofan lokar nú en opnar að nýju miðvikudaginn 3. ágúst og skólinn verður settur mánudaginn 22. ágúst.
Með sumarkveðju, starfsfólk Síðuskóla.
Veðrið lék við okkur á umhverfisdögum Síðuskóla þar sem árgangar fóru um bæinn og nágrenni hans, lærðu á umhverfið og léku sér í leiðinni. Vorhátíð FOKS var einnig haldin á skólalóðinni, settir voru upp hoppukastalar og boðið var upp á andlitsmálningu. Að lokum voru grillaðar pylsur í innigarðinum.