Í Síðuskóla sýnum við ábyrgð, virðingu og vináttu
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur heimsótti Síðuskóla í morgun. Hann flutti erindi fyrir nemendur miðstig sem lið í því að efla læsi á landsbyggðinni. Hann sagði nemendum frá tilurð bóka sinna og hvernig nemendur geta sjálfir skapað sögur út frá eigin reynslu. Hann hvatti þau til að læra tvö ný orð á hverjum degi, því aukinn orðaforði er lykillinn að öflugra læsi. Sjá myndir hér.
Svo hitti hann nemendur 10. bekkjar með erindið "Verum ástfanginn af lífinu". Hvatning og ráð til að verða sinnar eigin gæfu smiður. Hann fjallaði um samskipti við vini og fjölskyldu, mikilvægi hreyfingar, töfra markmiðasetningar, hvernig á að rækta hæfileika sína, baráttuna við kvíða og hvernig maður getur orðið betri manneskja.
Á morgun, 6. febrúar er gert ráð fyrir skólahaldi. Við bendum á frétt inn á akureyri.is, sjá hér þar sem frekari upplýsingar er að fá.
Í gær var haldin hin árlega flokkunarkeppni. Þá keppa bekkirnir milli sín um að flokka sem réttast og á tíma. Gaman að sjá hvað krakkarnir okkar hafa gaman af því að taka þátt í þessari keppni og þetta er að sjálfsögðu lærdómur í leiðinni. Að þessu sinni sigraði 9. bekkur en 1. og 7. bekkur unnu á sínu stigi. Árgangurinn fær köku í lok skóladagsins. Sjá myndir frá keppninni hér.