Fréttir

21.03.2019

Útivistardegi frestað aftur - kennt skv. stundaskrá á morgun föstudag 22. mars.

Útivistardegi, sem fyrirhugaður var á morgun, hefur verið frestað vegna veðurspár. Við munum reyna að koma deginum á dagskrá seinna á skólaárinu og verða þá upplýsingar sendar heim í tölvupósti um það.
20.03.2019

Útivistardegi frestað

Útivistardegi, sem fyrirhugaður var á morgun, hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár. Kennt verður því skv. stundaskrá. Stefnt er að því að fara á föstudaginn, en staðan verður tekin á morgun. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fylgjast með heimasíðu skólans, en allar upplýsingar verða settar þar inn. Matseðill morgundagsins er súpa og brauð.
06.03.2019

Öskudagsball fyrir yngsta stig

Nemendur 10. bekkjar ásamt foreldrum halda ball fyrir yngsta stig á öskudaginn. Ballið fyrir 1. og 2. bekk hefst kl. 13:45 og stendur til 14:45. Ballið fyrir 3. og 4. bekk hefst 15:00 og lýkur kl. 16:00. Aðgangseyrir er 500 kr. Svali er seldur á 100 kr. Engin sjoppa að öðru leyti en leyfilegt er að hafa með sér öskudagsnammi.
01.02.2019

Furðufatavika

24.01.2019

Söngsalur