Fréttir

11.12.2019

Skólahald með eðlilegum hætti á morgun

Skólahald verður í öllum skólum bæjarins á morgun, fimmtudag, samkvæmt dagskrá. Búast má við að hluti starfsfólks eigi í erfiðleikum með að komast til vinnu í fyrramálið og að öll umferð gangi hægar fyrir sig en venjulega. Foreldrar skulu sjálfir meta aðstæður og ef erfitt er að koma til skóla strax í fyrramálið munu skólastjórnendur sýna því skilning. Þó er eindregið óskað eftir því að starfsfólk viðkomandi skóla sé látið vita að börnin séu á öruggum stað.
11.12.2019

Allt skólahald fellur niður í dag

Skólahald í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og Tónlistarskólanum fellur niður í allan dag, miðvikudaginn 11. desember, vegna veðurs og ófærðar.
10.12.2019

Skólahald fellur niður í fyrramálið

Skólahald fellur niður til hádegis á morgun, miðvikudaginn 11. desember, í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og í Tónlistarskólanum á Akureyri. Staða mála og veðurhorfur verða metnar kl. 10 í fyrramálið og ákvörðun tekin um hvort skólahaldi verði alfarið aflýst á morgun. Tilkynning um það verður birt fyrir hádegi.
09.12.2019

Jólaball