20.000 miða hátíð

Í gær var 20.000 miða hátíðin hjá okkur í skólanum. Hún er haldin þegar nemendur hafa safnið þessum fjölda hrósmiða og þá er haldin hátíð þar sem allir nemendur skólans njóta góðs árangurs. Undafarin ár höfum við haft ýmislegt á dagská, zumba dans, pizzuveislu, tónlistarskemmtun og fleira. Í ár kom Einar Mikael töframaður til okkar og var með töfrasýningu og voru nemendur hæstánægð með sýninguna. Hér má sjá myndir frá þessum skemmtilega viðburði.