20000 miða hátíð

Í morgun var haldin 20000 miða hátíð hjá okkur í Síðuskóla, en hún er haldin þegar allir nemendur skólans hafa safnað þessum fjölda hrósmiða. Hugmyndin með hátíðinni er að vera með uppákomu sem allir nemendur skólans njóta góðs af. Undanfarin ár höfum við gert ýmislegt eins og fá töframenn og tónlistarmenn í heimsókn, borðað saman pizzu og dansað zumba svo eitthvað sé nefnt. Í morgun fengum við góða heimsókn þegar Húlladúllan kom í heimsókn til okkar og sýndir listir sínar með húllahringi. Einnig fengu nemendur að prófa að halda jafnvægi með fjöðrum og fleira, eins og sjá má á myndunum sem með fréttinni fylgja. Allir skemmtu sér vel og var 20000 miða hátíðin vel heppnuð. Hér má sjá myndir