4. bekkur í leikhúsferð

Nemendum í 4. bekk var boðið í leikhús á sýninguna Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist með norðlenska leikhópnum Umskiptingum. Leikstjóri sýningarinnar er Agnes Wild og tónlistin frá Vandræðaskáldunum. Krakkarnir voru mjög ánægðir með sýninguna sem var mikil upplifun og vakti ýmsar tilfinningar. Sýningin var falleg, fyndin, svolítið sorgleg og nokkuð ógnvekjandi á köflum, enda efniviðurinn úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. Börnin stóðu sig með prýði og sýndu af sér góða hegðun. Þegar komið var í skólann eftir sýninguna var rætt um upplifunina og sýninguna sjálfa.

Nemendum í 4. bekk var boðið í leikhús á sýninguna Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist  með norðlenska leikhópnum Umskiptingum. Leikstjóri sýningarinnar er Agnes Wild og tónlistin frá Vandræðaskáldunum.  Krakkarnir voru mjög ánægðir með sýninguna sem var mikil upplifun og vakti ýmsar tilfinningar. Sýningin var falleg, fyndin, svolítið sorgleg og nokkuð ógnvekjandi á köflum, enda efniviðurinn úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. Börnin stóðu sig með prýði og sýndu af sér góða hegðun. Þegar komið var í skólann eftir sýninguna var rætt  um upplifunina og sýninguna sjálfa.

Það voru fyrirtækin Lemon og Hamborgarafabrikkan í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og leikhópinn Umskiptinga sem buðu 4. bekk á sýninguna og við þökkum þessum aðilum kærlega fyrir.