6.bekkur á veiðum með Húna

6. bekkur Síðuskóla slóst í för með Húna þriðjudaginn var, 26.ágúst. Farið er ár hvert með alla 6. bekki Akureyrar í fræðsluferð með Húna. Húni siglir með nemendur um Eyjafjörð, fræðir þau um allt mögulegt sem tengist sjóferðum og sögu bátsins. Einnig er farið yfir öryggi um borð, lífríki sjávar, söguna meðfram ströndinni og endað á því að renna fyrir fiski sem er svo grillaður og snæddur um borð. Einsog sjá má á myndum gerðu okkar nemendur afskaplega góða og skemmtilega ferð.

Sjá myndir hér

Og fleiri myndir hér :)