Algóritminn sem elur mig upp

Algórtiminn sem elur mig upp var yfirskrift á fyrirlestri sem nemendur í 8.-10. bekk fengu í morgun frá Skúla Braga Geirdal verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Þar fór Skúli Bragi yfir mikilvægi þess að vera læs á upplýsingar og miðla í nútímasamfélagi. Virkilega vel heppnaður fyrirlestur og þökkum við honum kærlega fyrir komuna.

Hér má sjá myndir frá því í morgun.