Bókaverðlaun barnanna

Í febrúar og mars geta börn kosið sínar uppáhaldsbækur í Bókaverðlaunum barnanna í skólum og bókasöfnum um allt land.  

Á Akureyri hefur starfsmaður Amtsbókasafnsins séð um að taka á móti innsendum kjörseðlum frá skólunum. Einn heppinn þátttakandi í hverjum skóla er dreginn út og fær bókaverðlaun.  

Að þessu sinni var það Breki Ingimar Chang Heimisson í 4. bekk sem datt í lukkupottinn og var dreginn út frá Síðuskóla. Hann fékk bókina Barn verður forseti eftir Björgvin Pál Gústavsson í verðlaun. 

Við óskum honum til hamingju með vinninginn en á myndinni með fréttinni má sjá þegar Breki fékk sína bók afhenta.