Baráttudagur gegn einelti

Árlega er 8. nóvember tileinkaður baráttunni gegn einelti. Af því tilefni unnu nemendur á unglingastigi Síðuskóla verkefni því tengdu. Nemendur unnu saman í hópum og bjuggu til forvarnarefni gegn einelti. Meðal annars voru útbúin plaköt í Canva, efni sett á padletvegg og búin til myndbönd.

Hér má sjá myndir frá vinnunni.