Evrópski tungumáladagurinn er í dag

Í Síðuskóla eru nemendur af erlendum uppruna frá 16 löndum, þau tala 12 tungumál.
Hér má sjá hópinn þegar hann skundaði á Amtsbókasafnið á dögunum. Þar sáum við að safnið hefur heilmikið af barna- og unglingabókum til útláns sem eru á ýmsum tungumálum. Hópurinn var ánægður með ferðina og sammála um að það væri frábært að fá tækifæri til að komast í bækur á móðurmálinu.